154. löggjafarþing — 96. fundur,  16. apr. 2024.

ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf.

920. mál
[14:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel að hér sé varlega stigið til jarðar. Það er farin önnur leið og hún er skynsamlegri, hún er opnari. Hún tryggir það sem ég nefndi hér, að allar meginreglur um opinber fjármál, um jafnræði, gagnsæi, hagkvæmni og hlutlægni liggi fyrir. Það er leitað til þingsins með að fá samþykkt fyrir því með hvaða hætti nákvæmlega þarf að gera. Hér er verið að tala um að taka þetta a.m.k. í tveimur skrefum, að selja hér á þessu ári og síðan á næsta ári, þannig að ég tel að það sé verið að koma til móts við mörg sjónarmið hvað það varðar að fara hægar, taka skref og gera þetta með þessum skýra hætti. Hefur ríkisstjórnin trúverðugleika til þess? Já, ég tel svo vera. Við erum hér á Alþingi með um 37 þingmenn á bak við okkur og við stjórnum auðvitað ekki landinu eftir því hvernig vindar blása í skoðanakönnunum heldur stjórnum við á milli þess sem kosið er. Ég tel að þessi samþykkt sem við erum með í stjórnarsáttmála (Forseti hringir.) sé skýr og við erum að framkvæma hana og við erum að gera það á skynsamlegan og varfærinn hátt og í því felst ákveðinn trúverðugleiki.