154. löggjafarþing — 96. fundur,  16. apr. 2024.

ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf.

920. mál
[14:52]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég legg bara áherslu á að þessi verðmæti og þessi eign er ekkert að fara að hlaupa neitt frá okkur. Aðstæður skipta máli og þær skoðanakannanir sem ætti að horfa til sýna þá staðreynd að 90% landsmanna voru ósátt við hvernig staðið var að sölunni núna síðast. Að mínu mati og okkar í Samfylkingunni þá er þetta bara ekki rétti tíminn og ég verð að taka undir fyrri orð varaformanns Framsóknar, sem gæti verið í anda Samfylkingarinnar, um hægja á þessari stöðu. Það liggur alveg fyrir að höfuð núverandi ríkisstjórnar missti traustið gagnvart umsýslu eigna í fjármálafyrirtækjum eftir síðasta útboð sérstaklega, sagði af sér, flutti sig um ráðuneyti og er nú forsætisráðherra í nýrri stjórn sem ætlar að halda áfram án endurnýjaðs umboðs. Ég biðla til ríkisstjórnarinnar að lesa salinn þarna úti. Það hefur allt of mikið gengið á í þessum viðkvæma málaflokki sem er mjög slæmt fyrir traust gagnvart stjórnmálunum og líka gagnvart fjármálakerfinu. Við Samfylkingunni treystum okkur til að klára söluferli Íslandsbanka á næsta kjörtímabili ef við fáum umboð til þess og það er vilji þjóðarinnar að klára málið. (Forseti hringir.) En þetta er ekki tíminn. Andið í kviðinn.