154. löggjafarþing — 97. fundur,  17. apr. 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 322, um atvinnuþátttöku eldra fólks, frá Ingibjörgu Isaksen, á þskj. 617, um endurskoðun á reglum um búningsaðstöðu og salerni, frá Andrési Inga Jónssyni, á þskj. 1015, um aðstoð við einstaklinga sem fengið hafa samþykkta umsókn um fjölskyldusameiningu, frá Inger Erlu Thomsen, á þskj. 1283, um nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnað vegna þeirra, frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, og á þskj. 1292, um kostnað vegna umsókna um alþjóðlega vernd, frá Njáli Trausta Friðbertssyni.