154. löggjafarþing — 97. fundur,  17. apr. 2024.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

1038. mál
[17:23]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni síðara andsvar. Einu sinni var. Einu sinni var gaman þar og kosningar 2021. En sannarlega er það ekki sú mynd sem við erum að horfa upp á í dag samkvæmt öllum skoðanakönnunum, það liggur á borðinu. Og hvað lýtur að því að svara fyrir aðra stjórnarandstöðuþingflokka þá vil ég aðeins segja þetta: Þau kjósa það sennilega að vera öll á alveg skærgrænu þegar kemur að því að greiða atkvæði um þessa þingsályktunartillögu. Það er alveg nóg fyrir okkur hin. En annars ætti hv. þingmaður kannski að beina þá andsvarinu frekar beint til þeirra. Hver einasti forystumaður stjórnarandstöðunnar hefur gefið það út opinberlega að hann vantreysti þessari ríkisstjórn 100% og er tilbúinn í kosningar strax í gær. Þannig er nú það, hv. þingmaður.