154. löggjafarþing — 97. fundur,  17. apr. 2024.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

1038. mál
[17:27]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Já, það er nefnilega svo að Umboðsmaður Alþingis er ein af eftirlitsstofnunum þessarar stofnunar hér og við tökum álit umboðsmanns Alþingis og ég tel, virðulegur forseti og hv. þingmaður, að það sé lágmarkskrafa að við lesum okkur til gagns í álitunum. Ég geri mér grein fyrir því að við skiljum þau kannski með mismunandi hætti en það eru algjörar fleipur sem hv. þingmaður fer með þegar hann fjallar hér um og gerir því skóna að hér hafi verið fram framið stjórnarskrárbrot. Það er alvarlegt og ég bið hv. þingmann um að vanda orð sín í því samhengi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)