154. löggjafarþing — 98. fundur,  18. apr. 2024.

afbrigði.

[11:07]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Hér hafa í morgun þingmenn stjórnarmeirihlutans komið upp hver af öðrum og kvartað sáran yfir umræðum á Alþingi þessa vikuna. Bara vinsamleg ábending: Viljið þið vera svo væn að hætta þessu. Mætið bara í vinnunna. Við erum í salnum að afgreiða með afbrigðum að setja fjármálaáætlun á dagskrá. Ég taldi mætinguna fyrir nokkrum mínútum: Það voru 35 þingmenn í húsi og meiri hluti þeirra var úr stjórnarandstöðunni. Þannig að ég ráðlegg þingmönnum stjórnarmeirihlutans að hætta að koma hér upp og kvarta yfir umræðunni í þingsalnum og mæta í vinnunna, taka þátt í umræðunni og taka þátt í atkvæðagreiðslum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)