154. löggjafarþing — 98. fundur,  18. apr. 2024.

afbrigði.

[11:09]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Það tók langan tíma að fæða þessa fjármálaáætlun og þegar hún kom þá … (Gripið fram í: … viljum við hana ekki.) Við viljum ekki sjá hana vegna þess að inni í hana vantar eitthvað fyrir öryrkja og aldraða. Þeir eru skildir eftir. Þið hælið ykkur af því að það séu einhverjir samningar og þess vegna hafi allt gengið vel en þið skiljið þann hóp eftir sem þarf mest á því að halda. 10 milljarðar sem á að spara núna, það er alger óþarfi. Afsökunin er sú að þetta sé svo flókið kerfi að það sé svo erfitt að gera þetta.

Borgið þið nýja, við skulum við sjá til þess að það fari í gegn hér á klukkutíma í þinginu að það verði borgaðar strax inn til eldri borgara og öryrkja nákvæmlega þær upphæðir sem var samið um í kjarasamningum í sumar. Af hverju gerið þið það ekki? Nei, afsökunin er notuð til þess að taka af eldri borgurum og öryrkjum 10 milljarða. Svo á að reyna að blöffa um næstu áramót og sjá til þess að þeir fái ekki nema helminginn af því sem aðrir fengu, eins og alltaf — og kjaragliðnunin líka.