154. löggjafarþing — 98. fundur,  18. apr. 2024.

tilhögun umræðu um fjármálaáætlun.

[11:11]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Í dag hefst umræða um fjármálaáætlun 2025–2029. Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar sem stendur í dag, á morgun og á mánudaginn. Umræðan hefst með framsögu fjármála- og efnahagsráðherra. Á eftir framsögu ráðherra munu fulltrúar allra þingflokka taka til máls, einn til tveir frá hverjum þingflokki.

Við almennu umræðuna í dag gilda venjulegar andsvarsreglur nema við framsögu fjármála- og efnahagsráðherra þar sem verður veittur rýmri andsvararéttur. Tryggt verður að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka geti veitt full andsvör við ræðu ráðherra. Í lok umræðunnar í dag verður málinu frestað og umræðunni fram haldið á morgun þegar fagráðherrar halda áfram að gera grein fyrir sínum málaflokkum.