154. löggjafarþing — 98. fundur,  18. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[17:09]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Fyrst aðeins varðandi hagvöxt á mann að þá hafa þær tölur verið uppfærðar vegna þess að Hagstofan ofmat mannfjöldann í landinu. Svo höfum við líka séð að hagvaxtartölur t.d. fyrir árið 2022 hafa verið uppfærðar og með þessum nýjustu tölum þá er þetta bara alrangt sem hv. þingmaður segir, að hér sé hagvöxtur á mann einhver sá minnsti innan OECD. Þetta er bara ekki rétt. En ég skil alveg að þetta hafi virst vera þannig. Okkur sýndist það líka en svo voru bara tölurnar uppfærðar og þetta reyndist vera rangt. Það er auðvitað ekki þannig að 70% íslenskra heimila séu að berjast í bökkum. Ég veit ekki hvaðan menn fá hugmyndir af þessum toga. Það er ákveðinn vandi til staðar þegar verðbólgan mælist jafn há og raun ber vitni og vextir eru þetta háir hjá sumum heimilum. Það eru einkum heimili sem eru með há skuldahlutföll og þetta eru einkum ungar fjölskyldur sem eru nýlega (Forseti hringir.) komnar inn á fasteignamarkaðinn. Ég deili áhyggjum af stöðu þessara heimila. Þær eiga allt undir því að verðbólgan lækki og við erum vongóð (Forseti hringir.) um að það gerist í öruggum skrefum á þessu ári.