154. löggjafarþing — 98. fundur,  18. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[17:38]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það er verið að vinna að breytingu á reglugerð í ráðuneytinu hjá mér sem snýr að merkingu salerna og ég vonast til þess að við getum komið henni í samráðsgátt núna á vormánuðum. Ég held að það megi alveg segja að gerð þeirra breytinga hafi tekið of langan tíma í ráðuneytinu, ég get alveg viðurkennt það. Hvað varðar síðan nýbygginguna hér á Alþingi þá verð ég að viðurkenna að ég hef ekki skoðað hvernig karlarnir eða kerlingarnar líta út, merkingarnar sjálfar, en ég held þó að þær séu allar eins. (Gripið fram í: Þær eru allar eins.) Þá spyr maður sig: Eru þau þá raunverulega kyngreind eða ekki? En ábending hv. þingmanns (Gripið fram í.) er væntanlega eitthvað sem við munum öll reyna að taka betur eftir og kannski er hún bara nútímaleg eftir allt saman.