154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[11:33]
Horfa

innviðaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Það er svo sem ekki miklu við þetta að bæta fyrir utan það að mér hafa alltaf fundist sóknaráætlanir, rétt eins og byggðaáætlun og fleiri slík viðfangsefni, góð dæmi um það hvernig tiltölulega lágar upphæðir geta skipt ótrúlega miklu máli í nærsamfélagsverkefnum og að við leysum ekki endilega stærstu samfélagsmálin með stærstu upphæðunum. Þetta endurspeglar þá afstöðu til samfélagsins að það smáa sé líka mikilvægt sem ég held að sé að sumu leyti töluvert kynjuð nálgun. Ég vildi nefna þau sjónarmið hér í lok samtals míns við hv. þingmann.