154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[11:55]
Horfa

innviðaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Það er sannarlega rétt sem kemur fram í fyrirspurn hv. þingmanns — við sjáum það í mörgum sveitarfélögum á áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins, í jöðrum þess, sem hv. þingmaður nefndi hér — að vöxturinn hefur verið gríðarlega hraður. Það reynir ekki bara á innviðina heldur líka á fjárhaginn almennt, eins og við höfum sums staðar séð, og þá þjónustu, grunnþjónustuna, sem verið er að veita. Það gætu einhverjir sagt að það væri lúxusvandamál en það getur snúist svo hratt í höndunum á forystu slíkra sveitarfélaga að erfitt verði að ráða við það. Auðvitað væri hægt að sjá fyrir sér að hægt verði að skilgreina hvaða kostnaðarliðum í innviðum sveitarfélagagjaldið ætti að standa undir, að það væri skilgreint með markvissum hætti. Hv. þingmaður varpar hér fram róttækri hugmynd og ég hvet hann til að leyfa hennar að spíra.