154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[14:07]
Horfa

matvælaráðherra (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil bara byrja á að segja að málið var ekki afgreitt í skjóli nætur. Það lá t.d. í fjóra daga hjá minni hluta atvinnuveganefndar áður en það var tekið hingað inn í þingið þannig að það er ekki rétt að hægt sé að orða það með þeim hætti. Nei, ég tel ekki ástæðu til þess að taka mál upp sem hefur ekki einu sinni fengið að láta reyna á. Mér finnst ekki ástæða til að gera það. Ég held að við eigum að leyfa þessum lögum að virka. Ef misbrestur verður á því að markmið málsins nái fram að ganga eins og meiri hluti atvinnuveganefndar lagði upp með, þá og aðeins þá tel ég ástæðu til þess að málið verði skoðað aftur.