154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[14:13]
Horfa

matvælaráðherra (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég hef ákveðið að tjá mig ekki um þessi málefni fyrr en ég hef fyrir framan mig allt sem ég þarf (Gripið fram í.) til þess að átta mig á því hvort og hvernig eða hvað ég geri í þessu máli varðandi hvalveiðar yfirleitt þannig að ég hyggst ekki svara því með öðrum hætti. Þegar kemur að því að ég hef fyrir framan mig gögn til þess að ákveða hvort hvalveiðar haldi áfram eður ei þá mun ég svara því máli. Þrátt fyrir að þingmaðurinn myndi spyrja mig tíu sinnum þessarar spurningar fengi hann ekki annað svar en þetta.