154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[14:34]
Horfa

matvælaráðherra (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Í málaflokki 17.1 í fjármálaáætlun er rætt um að það gangi frekar hægt að draga úr losun frá landi en þetta er, eins og við vitum, einn stærsti þátturinn í því. Samkvæmt tillögum að aðgerðum í endurskoðaðri aðgerðaáætlun er gert ráð fyrir því að ríkið móti framkvæmdaáætlun um endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins og gangi þar á undan með góðu fordæmi. Það er líka unnið að endurskoðun þess stuðnings sem Land og skógur veitir til landeigenda með það að markmiði að stuðla að auknum áhuga á endurheimt votlendis. Ég er sammála hv. þingmanni, ég tel að það sé mikilvægt. Það er kannski líklegt að landeigendur horfi auðvitað til þess, eins og við höfum heyrt í umræðunni, að selja kolefniseiningar vegna þeirra verkefna. En það er mikilvægt að við höldum utan um þetta líka því að þetta er eiginlega stærsti losunarþátturinn, þ.e. frá landi.