154. löggjafarþing — 100. fundur,  22. apr. 2024.

aðgerðir varðandi strandsvæðaskipulag.

[15:26]
Horfa

innviðaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég hef nú stundum sagt að það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður og það á ágætlega við akkúrat núna vegna þess að það að fullyrða að öllum helstu atriðum frumvarpsins hafi verið slátrað — svona umræður eru náttúrlega ekki til að skila neinum staðreyndum máls og ég hafna því. Raunar var ég í veikindaleyfi og hv. þingmaður þá mögulega í andsvörum við annan ráðherra en málið á við. En mig langar til að segja það að þær athugasemdir sem hafa verið til skoðunar, m.a. þær sem lúta að strandsvæðaskipulaginu, eru til skoðunar hjá til að mynda Skipulagsstofnun og ég hef verið upplýst um það að þess sé að vænta að Skipulagsstofnun fari yfir sínar athugasemdir og tillögur til úrbóta við ráðuneytið.