154. löggjafarþing — 100. fundur,  22. apr. 2024.

aðgerðir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Grindavík.

[15:45]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Íbúar Grindavíkur hafa margir hverjir vilja setja sig niður í sveitarfélögunum í kringum Grindavík og þau hafa svo sannarlega verið boðin velkomin. Sveitarfélögin hafa verið að sinna þeim íbúum sem hafa þurft á þjónustu að halda í leikskólum og í grunnskólum án þess að það hafi komið framlag vegna þess. Þetta hefur kostað sveitarfélögin talsverða fjármuni, fyrir utan að það er mikill þrýstingur á að koma börnum inn á leikskóla þó að ekki hafi verið þetta sem er að gerast núna. Maður veltir fyrir sér: Hvers vegna er ekki verið að borga þessum sveitarfélögum framlög úr jöfnunarsjóði sem þau eiga svo sannarlega rétt á?

Svo langar mig líka að minnast á að Þórkatla er undanskilin fasteignagjöldum. Þegar 76% íbúa óska eftir að selja húsin sín þýðir það að þeir munu væntanlega (Forseti hringir.) færa lögheimili sitt. Þetta mun bara þýða (Forseti hringir.) greiðslufall hjá sveitarfélaginu. Ætlar ríkisstjórnin sér eða er hún að skoða það að koma í veg fyrir greiðslufall hjá sveitarfélaginu Grindavík?