154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[14:41]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hvað er í gangi hérna? Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum, skakklappandi og rúin trausti, að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með. Velkomin í Verbúðina, seríu 2. Ég er reyndar ekki viss um að höfundum Verbúðarinnar hefði látið sér detta í hug slíkur súrrealismi að hér myndi ráðherra standa og reyna að telja Alþingi trú um að með því að veita ótímabundin rekstrarleyfi sé verið að innleiða ákveðna handbremsu, að ótímabundin rekstrarleyfi séu handbremsa. Ég held að höfundum Verbúðarinnar hefði aldrei dottið þetta í hug. (Forseti hringir.) En hvernig dettur hæstv. ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? (Forseti hringir.) Hvernig dettur hæstv. ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta mál hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?