154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[14:46]
Horfa

matvælaráðherra (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan þá eru skiptar skoðanir um málið. Það liggur alveg fyrir. Það kemur engum á óvart. Það var það ekki heldur þegar lögin voru sett síðast. En ég tel að við séum hér bæði að treysta í sessi byggðasjónarmið, við erum að festa enn betur öll umhverfissjónarmið sem hér eru undir sem ekki eru í núgildandi lögum. Við erum hér með varúðarnálgun og ég trúi því ekki að hv. þingmaður beiti sér gegn slíku því að það er jú ekki í anda hans flokks, trúi ég, að fara gegn því að styrkja umhverfisréttinn með öllum þeim hætti sem hér er gert þegar kemur að þessari atvinnugrein.