154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[14:51]
Horfa

matvælaráðherra (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er heimild til þess að minnka. Verði afföll t.d. svo mikil þá eru heimildir, eins og ég fór vel yfir í ræðu minni, til þess að minnka heimildir viðkomandi aðila. Í upphaflegu drögunum var gert ráð fyrir að heimildir rekstrarleyfishafa yrðu varanlega skertar í tilvikum þekkts strokatburðar en eins og ég sagði áðan þá var talað um það og álit þess efnis að það stangaðist á við stjórnarskrárvarin réttindi. Það var ástæðan fyrir því að það var ákveðið að beita sektarviðurlögum til þess að gæta meðalhófsreglu. En sannarlega er verið að nálgast sektarfjárhæðir þannig að um sé að ræða sambærilega fjárhæð og ef varanleg skerðing væri. Í greinargerðinni er þetta einmitt vel rakið þar sem um er að ræða uppboð þar sem norsk stjórnvöld hafa selt 1.000 tonna framleiðsluheimildir fyrir 2 milljarða. Þetta þýðir að hvert kíló framleiðsluheimildar er á 2.000 kr. Ef hver fiskur er 5 kíló þá kostar framleiðsluheimild hvers fisks 1.000 kr. Þetta þýðir, (Forseti hringir.) að teknu tilliti til margföldunarstuðla frumvarpsins, að hver fiskur í á (Forseti hringir.) sem er hluti af áhættumati erfðablöndunar útleggst, eins og ég sagði áðan, á 5 millj. kr. sem er talsvert.