154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[14:53]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Herra forseti. Það er mikilvægt að afnotaréttur af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar verði aldrei varanlegur. Það er algerlega ljóst að það er vilji þjóðarinnar. — Ég er að vitna hér í orð fyrrverandi formanns Vinstri grænna, fyrrverandi forsætisráðherra, og núverandi forsetaframbjóðenda frá því fyrir örfáum árum þegar verið var að bregðast við því að Samherji er farinn að ganga í arf, að kvótaeign Íslendinga er farin að ganga í arf. Ég ætla að biðja hæstv. ráðherra að sýna mér, sýna Alþingi og sýna íslenskri þjóð þá virðingu að svara ekki spurningunni um þessa ákvörðun um ótímabundið rekstrarleyfi á þann hátt að hér sé verið að bregðast við á þann eina hátt sem hægt var við athugasemd Ríkisendurskoðunar um að matvælaráðuneyti þurfi að taka af allan vafa um það hvort rekstrarleyfi teljist tímabundin eða ótímabundin. Þetta er rugl, herra forseti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Ég spyr: Er þetta að mati hæstv. ráðherra og að mati ríkisstjórnarinnar (Forseti hringir.) leiðin til að svara ákalli þjóðarinnar um meðferð á auðlindum þjóðarinnar?