154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[14:54]
Horfa

matvælaráðherra (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég taldi mig vera búna að fara yfir þetta, af hverju leyfin eru ótímabundin, ekki síst vegna þess að þau eru líka um leið staðbundin. Þau eru ekki framseljanleg á milli landshluta heldur eru þau fyrst og fremst þar sem þau eru til þess að styrkja þær byggðir sem að þeim snúa. Það er auðveldara að grípa inn í, verði rekstrarleyfishafanum á, heldur en hægt er að gera í núverandi kerfi (Gripið fram í.) þannig að það er það sem hér er undir varðandi það hvers vegna talið er betra að hafa ótímabundin leyfi frekar en að hafa þau með tilteknum árafjölda. Þetta er það sem mér er tjáð að sé miklu betra til þess að við getum gripið inn í þegar við teljum þörf á því. Ég tel það mikilvægt að við höfum tækifæri til þess miðað við það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, eins og hv. þingmaður vitnaði til.