154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[14:57]
Horfa

matvælaráðherra (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru vissulega til leiðir, örugglega fleiri leiðir, og ég treysti því bara að atvinnuveganefnd, þar sem ég veit að hv. þingmaður situr. fari betur yfir það ef nefndin telur að það sé farsælla heldur en þetta. En auðvitað hanga mjög margar aðrar breytingar á þessu þannig að ég bara vek athygli á því. Lögin frá 2019 sem breyttu fiskeldinu gerðu ráð fyrir að það ætti að bjóða út eldissvæði umfram lífmassa eins og hv. þingmaður er hér að velta upp. Það kom fram í skýrslu hjá ríkisendurskoðanda að reyndin hafi aftur á móti verið sú að nánast engum slíkum svæðum er til að dreifa og forsendur til útboðs því ekki fyrir hendi. Þannig að ég, eins og ég segi, legg það til og ég veit að hv. þingnefnd fær góða kynningu á þessu og þetta eru þær spurningar sem hægt er að svara ítarlega í samtali og spjalli inni í nefndinni akkúrat varðandi þessi atriði, ótímabundnu leyfin, gjaldtökuna o.s.frv., og hvaða aðrar leiðir voru skoðaðar í ferlinu sem ég tel bara mjög mikilvægt að nefndin fái að vita.