154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[14:58]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessi sama ríkisstjórn beitti sér á síðasta kjörtímabili fyrir því að það yrðu tímabundið leyfi og það var gert m.a. eftir mikið samtal við alla flokka á þingi að hafa tímabundin leyfi. Síðan kemur þessi sama ríkisstjórn undir nýjum forsætisráðherra og nú á að fara í ótímabundin leyfi. Hæstv. ráðherra sagði hér áðan: Það eru skiptar skoðanir um málið. Það eru bara tvær leiðir í þessu máli, að fara leið sérhagsmuna eða að fara leið almannahagsmuna. Það er ekkert annað í boði; sérhagsmunir, almannahagsmunir. Og hvað gerir ráðherra? Á sínum fyrstu dögum í embætti trítlar hún þessa leið sérhagsmuna. Hvernig væri að standa með almannahagsmunum, standa með þjóðareigninni, yfirráðarétti þjóðarinnar yfir auðlindum?

Mín spurning til hæstv. ráðherra er: Sefur hæstv. ráðherra rólega meðan við erum ekki einu sinni komin með auðlindaákvæði í stjórnarskrá? Ætlar ráðherra að vera ráðherrann sem fetaði sömu leiðina með þetta kerfi eins og með sjávarútvegskerfið, að hafa þetta ótímabundið (Forseti hringir.) um aldur og ævi og það má aldrei breyta einu eða neinu (Forseti hringir.) í þágu þjóðarinnar?