154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[19:30]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er auðvitað þetta eilífa hagsmunamat og það verður aldrei auðvelt, það verða aldrei nein einföld svör í mínum huga. Er þetta söluvænleg vara? Hún er það svo sannarlega. Verkefnið okkar er í mínum huga að reyna að lágmarka með öllum tiltækum ráðum fórnarkostnaðinn af þessari framleiðslu og þjóðir heimsins er auðvitað sífellt að leita leiða til þess. Tæknin og eftirlitið er að verða betri og kannski eru örfá ár í að þetta verði fyrst og fremst geldislax og það verður þá ekki sama áhætta til staðar þegar kemur að erfðablönduninni. Ég deili að mörgu leyti áhyggjum hv. þingmanns en er kannski ósammála henni um niðurstöðuna.