154. löggjafarþing — 102. fundur,  24. apr. 2024.

viðbrögð við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu.

[15:09]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég segi bara um þetta að það er skynsamlegt að leita til okkar bestu sérfræðinga hvað það snertir með hvaða hætti væri best að bregðast við niðurstöðu dómstólsins. Ég er þeirrar skoðunar sjálfur að það sé ekki augljóst að eina úrræðið sem stjórnvöld hafi sé að breyta stjórnarskránni. Davíð Þór Björgvinsson hefur t.d. bent á að það gætu verið aðrar leiðir færar en við höfum þá bara valkosti og það verður undir Alþingi komið á endanum hvort menn kjósa að fara þá leið að tryggja þennan tiltekna rétt í stjórnarskrá eða eftir atvikum að breyta almennum lögum. Það fer aðeins eftir því hvernig úr spilast. En ég ítreka það sem ég hef áður sagt að það eru komnar fram hugmyndir að breytingum á stjórnarskránni sem myndu m.a. koma til móts við þessar athugasemdir.