154. löggjafarþing — 102. fundur,  24. apr. 2024.

endurskoðun almannatryggingakerfisins.

[15:23]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir svörin en ég er algjörlega ósammála honum. Hann staðfesti það að virknistyrkurinn mun hverfa. Hann mun hverfa við hverja einustu krónu. Það stendur bara skýrt og skorinort. Svo er það framfærsluuppbótin. Þeir sem verða fyrir búsetuskerðingum og koma nýir inn í kerfið lenda líka í slæmum málum. Þetta ætti að skoða. En svo er hann að tala um að þau hækki. 803 kr. fyrir skatt eftir eitt og hálft ár, er það hækkun? 4.000 kr. hjá 18 ára öryrkja sem er verst settur, búinn að vera alla tíð í kerfinu, 4.000 kr. hækkun eftir eitt og hálft ár. Ef við tökum vinnumarkaðinn þá var samið núna um 23.750 kr., sem er búið að hækka núna á mánuði, og það á að hækka aftur um 23.750 1. febrúar á næsta ári. Leggjum þessar tölur saman: 47.000 kr. Hvað er verið að hækka í þessu kerfi. Eftir eitt og hálft ár? Eftir eitt og hálft ár á að fara að hækka eitthvað en hvar eru þessar hækkanir? Það er ekkert verið að hækka ef þessar hækkanir koma ekki inn strax.