154. löggjafarþing — 102. fundur,  24. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[15:43]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu þar sem ég tel rétt að þetta mál fari til umhverfis- og samgöngunefndar vegna þess að við höfum séð það í gegnum tíðina að sjónarmið umhverfisins, sjónarmið náttúruverndar fá ekki nægilegt rými þegar kemur að atvinnuvegum landsins og að atvinnuveganefnd hefur ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta. Þetta sést líka í því hvernig undirbúningur þessa máls virðist ekki einu sinni hafa tekið tillit til Árósasamningsins vegna þess að þetta mál tekur ekki nægjanlegt tillit til umhverfissjónarmiða og það snertir fjölmörg málefnasvið sem snerta umhverfis- og samgöngunefnd. Þess vegna legg ég til að greiða atkvæði gegn því að senda málið í atvinnuveganefnd svo að það geti komið í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem það á heima.