154. löggjafarþing — 102. fundur,  24. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[15:44]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Frú forseti. Þetta eru mikilvæg sjónarmið sem hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir heldur á lofti. Ég hins vegar og við í Viðreisn munum greiða atkvæði með því að um þessa mikilvægu atvinnugrein verði fjallað í atvinnuveganefnd. En það er rétt að gera hér grein fyrir því að ég hyggst, ef svo fer sem mér sýnist gera, gera kröfu um að umhverfis- og samgöngunefnd fái málið til umsagnar og það verður fjallað um þá umsögn og svo að sjálfsögðu að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái til umsagnar þá meðferð sem ríkisstjórnin ætlar að sýna hér enn einni þjóðarauðlindinni, með því að tryggja tilteknum aðilum ótímabundnar heimildir til nýtingar hennar.