154. löggjafarþing — 103. fundur,  29. apr. 2024.

skert þjónusta hjá meðferðarstöðinni Vík .

[15:47]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka þetta mál hér upp. Við höfum rætt þetta áður og ég get ekki ítrekað það neitt frekar að ég er alltaf tilbúinn í það samtal að halda þessu úrræði gangandi og opnu og ef það er raunverulegur vilji til að gera það þá á það ekki að standa í neinum. Auðvitað ætti það að vera hluti af þeim samningum sem eiga sér stað, um 1,5 milljarðar kr. sem eru til samninga við SÁÁ sem sér um þessa þjónustu. Það þyrfti að gerast þannig. Við erum að fara með almannafé og við ákváðum þetta ekki bara sisvona. En ég er algjörlega á sama stað og hv. þingmaður að það er mjög miður að undirbúa það ekki frekar og taka samtalið upp til að tryggja samfellu í þessu úrræði, vegna þess að við erum öll sammála um að það væri æskilegt að veita þá þjónustu.