03.04.1923
Efri deild: 30. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1527 í B-deild Alþingistíðinda. (1292)

114. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Þetta frv. þarf ekki langra skýringa. Það hefir orðið ofan á í stjórninni og bönkunum, sjerstaklega Landsbankanum, að enn sje ekki kominn tími til þess að gera endanlega skipun á seðlaútgáfunni, því að margt af því, sem þar kemur til greina, er ekki fyrirsjáanlegt enn, og þyrfti þá að breyta til aftur. Því hefir það orðið ofan á að fara fram á, að þessu skipulagi sje frestað til næsta þings.