07.04.1923
Neðri deild: 36. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1074 í C-deild Alþingistíðinda. (2903)

122. mál, fjáraukalög 1923

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Þess hafði verið getið í umræðunum um fjáraukalög fyrir 1922, að slík lög fyrir 1923 hefðu enn ekki verið lögð fyrir þingið að þessu sinni, vegna þess, að ekki væri neitt tilefni til þess, eða með öðrum orðum, að það væri ekki fyrir hendi efni í þau. En nú hafa bæði kirkju- og kenslumálaráðherrann og atvinnumálaráðherra komið fram með efni í fjáraukalög fyrir árið 1923, og þess vegna mun stjórnin leggja þau fram von bráðar. Það er aðeins þetta, sem jeg vildi taka fram á undan umræðunum um þetta frv.