17.03.1948
Sameinað þing: 55. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í D-deild Alþingistíðinda. (3718)

186. mál, Skipanaust h/f í Reykjavík

Flm. (Gunnar Thoroddsen) :

Herra forseti. Út af fyrirspurn hv. þm. V-Húnv. skal ég geta þess, eins og segir í grg., að stjórn félagsins mun veita allar upplýsingar um tilgang og skipulag fyrirtækisins til þeirrar n., er fær málið til meðferðar. Að öðru leyti skal ég taka það fram, að ég geng út frá því, að ætlazt sé til þess, að allir hafi þarna frjálsan aðgang eftir því, sem rúm leyfir. Ef hv. þm. hefur átt við það, að ríkisfyrirtæki ættu að hafa forgangsrétt, þá er það náttúrlega til athugunar fyrir n. Hins vegar voru slík skilyrði ekki sett, þegar lánsábyrgðarheimildin var samþ. fyrir Slippfélagið. Eftirlit með þeim gjöldum, sem fyrirtækið tekur eftir leigu og viðgerðir, fellur vafalaust undir hið almenna verðlagseftirlit, og geri ég ráð fyrir, að hv. n. muni að öðru leyti taka til meðferðar þau atriði, sem hv. þm. V-Húnv. minntist á.