30.04.1974
Sameinað þing: 80. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4003 í B-deild Alþingistíðinda. (3622)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Eysteinn Jónsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf :

,Reykjavík 29. apríl 1974.

Jónas Árnason, 5. þm. Vesturl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna annarra starfa mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ. að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Alþb. í Vesturl., Bjarnfríður Leósdóttir húsfrú, sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Gils Guðmundsson,

forseti Nd.

Með fylgir staðfest símskeyti frá Skúla Alexanderssyni, 1. varamanni, um forföll hans. Bjarnfríður Leósdóttir hefur áður átt sæti á Alþ. á þessu kjörtímabili og kjörbréf hennar verði samþykkt, og býð ég hv. þm. velkominn til starfa.