12.10.1977
Neðri deild: 2. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (18)

Umræður utan dagskrár

Gylfi Þ. Gíslason:

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. svör hans við fsp. minni. Þau voru algerlega jákvæð. Ég læt í ljós þá ósk að þær viðræður, sem hæstv. ríkisstj. hefur nú lýst yfir að hún muni beita sér fyrir milli þingflokka, muni leiða til þess konar breytinga á kosningaskipun að réttur kjósenda verði jafnaður og aukinn. Jafnframt fagna ég þeim ummælum hv. þm. Ingólfs Jónssonar, sem á sæti í stjórnarskrárnefnd, að stjórnarskrárnefndin muni koma til fundar einhvern næstu daga og það muni verða til þess að flýta því verki sem hæstv.. ríkisstj. hefur nú boðað að muni verða hafið í upphafi þessa þings.