22.05.1981
Neðri deild: 107. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4903 í B-deild Alþingistíðinda. (5241)

301. mál, umferðarlög

Frsm. (Jón Ingi Ingvarsson):

Herra forseti. Allshn. hefur yfirfarið og rætt ítarlega frv. um breyt. á umferðarlögum og leggur til að það verði samþykkt með þeim breytingum sem á því voru gerðar í Ed. Sérstök athygli er vakin á því, að lögin taka ekki gildi fyrr en 1. okt. 1981 og að refsiákvæðum verður eigi beitt fyrr en að lokinni heildarendurskoðun umferðarlaga. Þrír nm. skrifuðu undir nál. með fyrirvara.

Herra forseti. Ég ætla ekki að hafa langt mál um frv. sem hér er til umr. Það er von mín, að hv. þm. styðji þetta frv. um breyt. á umferðarlögum, og ósk mín, að landsmenn allir taki höndum saman í þessu máli sem öðrum er geta komið í veg fyrir þá miklu slysatíðni sem við öll stöndum frammi fyrir.