22.03.1966
Efri deild: 54. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 808 í B-deild Alþingistíðinda. (638)

145. mál, Lánasjóður sveitarfélaga

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Efni þess frv., sem hér liggur fyrir, er hv. þ m. kunnugt frá siðasta Alþ., en þá var flutt frv. um lánasjóð sveitarfélaga, sem ekki var útrætt.

Við 1. umr. málsins gerði hæstv. fjmrh. grein fyrir því, að hverju leyti þetta frv. er frábrugðið frv. því, sem flutt var á síðasta Alþ. Aðalbreytingin er í því fólgin, að í frv. í fyrra var gert ráð fyrir 15 millj. kr. árlegu framlagi til sjóðsins úr ríkissjóði, en í þessu frv. er hins vegar gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði skv. ákvörðun fjárlaga hverju sinni.

Þessi breyting leiddi af sér nokkrar breytingar á öðrum gr. frv., eins og fram kemur í athugasemdum við frv. og einnig kom fram í framsöguræðu hæstv. fjmrh.

Eins og í athugasemdum segir, var frv. þetta samið og flutt í því formi, sem það nú liggur fyrir, í samráði við stjórn Sambands sl. sveitarfélaga, og það er rétt að geta þess einnig, að á fulltrúaráðsfundi Sambands ísl. sveitarfélaga, sem haldinn var hér í Reykjavík dagana 10. og 11. þ. m., var samþ. áskorun til Alþ. um að lögfesta frv. til laga um lánasjóð sveitarfélaga.

Heilbr.- og félmn. hefur athugað frv., og leggur nefndin til, að það verði samþ., en eins og fram kemur í nál. á þskj. 342, áskilur einn nefndarmanna, hv. 9. þm. Reykv., sér rétt til að flytja brtt. við 5. gr. frv., og það hefur hann þegar gert, og mun hann að sjálfsögðu gera grein fyrir þeirri brtt.