Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1331, 111. löggjafarþing 363. mál: tekjuskattur og eignarskattur (húsnæðisbætur).
Lög nr. 80 1. júní 1989.

Lög um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 2. mgr. 69. gr. C (Húsnæðisbætur), sbr. 9. gr. l. nr. 92/1987, komi ný málsgrein svohljóðandi:
     Rétt til húsnæðisbóta skv. 1. mgr. getur maður öðlast sem byggir eða kaupir nýtt íbúðarhúsnæði í stað húsnæðis sem úrskurðað hefur verið óhæft til íbúðar, verðlaust eða til niðurrifs, enda sé það staðfest með tilskildum vottorðum opinberra aðila.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 1989.