Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 295, 120. löggjafarþing 75. mál: félagsþjónusta sveitarfélaga (fjárhagsaðstoð til sambúðarfólks).
Lög nr. 130 11. desember 1995.

Lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, sbr. lög nr. 31/1994.


1. gr.

     Við 19. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Sama rétt til fjárhagsaðstoðar og hjón hafa samkvæmt lögum þessum einnig karl og kona sem búa saman og eru bæði ógift, enda hafi sambúðin verið skráð í þjóðskrá í a.m.k. eitt ár áður en umsókn er lögð fram.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. desember 1995.