Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 651, 120. löggjafarþing 284. mál: afréttarmálefni, fjallskil o.fl. (Bændasamtök Íslands).
Lög nr. 9 11. mars 1996.

Lög um breytingu á lögum nr. 6/1986, um afréttamálefni, fjallskil o.fl.


1. gr.

     Í stað orðanna „Búnaðarfélag Íslands“ í 21. gr. laganna og í stað sömu orða í 25. gr. kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Bændasamtök Íslands.
     Í stað orðanna „sker Búnaðarfélag Íslands úr“ í 3. málsl. 26. gr. laganna kemur: skera Bændasamtök Íslands úr.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélag Íslands úrskurðar“ í 4. málsl. 41. gr. laganna kemur: Bændasamtök Íslands úrskurða.

2. gr.

     3. mgr. 66. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra getur með reglugerð falið Bændasamtökum Íslands að hafa umsjón með samræmingu á gerð og útgáfu markaskráa og upptöku nýrra marka og ákveðið að öll mörk í landinu skuli sameiginlega færð í tölvu í umsjá þeirra. Kostnað af starfi Bændasamtaka Íslands vegna þessa verkefnis greiðir stjórn hvers fjallskilaumdæmis í hlutfalli við markafjölda.

3. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 69. gr. laganna orðast svo:
     Skal einn skipaður eftir tilnefningu Bændasamtaka Íslands, annar eftir tilnefningu yfirdýralæknis og sá þriðji án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. mars 1996.