Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1186, 120. löggjafarþing 529. mál: almannatryggingar (eingreiðsla skaðabóta).
Lög nr. 95 14. júní 1996.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein sem hljóðar svo:
     Við útreikning örorkulífeyris og tekjutryggingar, sbr. 12. og 17. gr. laga þessara, er ráðherra heimilt að hækka tekjuviðmiðun þeirra lífeyrisþega sem fengið hafa eingreiðslu skaðabóta vegna örorku að frádregnum áætluðum örorkulífeyri og tekjutryggingu til framtíðar frá Tryggingastofnun ríkisins.
     Ráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.