Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 457, 125. löggjafarþing 89. mál: almenn hegningarlög (umhverfisbrot).
Lög nr. 122 28. desember 1999.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (umhverfisbrot).


1. gr.

     179. gr. laganna orðast svo:
     Fangelsi allt að 4 árum skal sá sæta sem gerist sekur um meiri háttar brot gegn lagaákvæðum um verndun umhverfis með eftirfarandi verknaði:
  1. Mengar loft, jörð, haf eða vatnasvæði þannig að af hlýst verulegt tjón á umhverfi eða veldur yfirvofandi hættu á slíku tjóni.
  2. Geymir eða losar úrgang eða skaðleg efni þannig að af hlýst verulegt tjón á umhverfi eða veldur yfirvofandi hættu á slíku tjóni.
  3. Veldur verulegu jarðraski þannig að landið breytir varanlega um svip eða spillir merkum náttúruminjum.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 1999.