Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1247, 125. löggjafarþing 503. mál: almannatryggingar (dvalarkostnaður foreldris).
Lög nr. 61 19. maí 2000.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við j-lið 1. mgr. 36. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Heimilt er með takmörkunum og eftir reglum sem tryggingaráð setur og ráðherra staðfestir að greiða óhjákvæmilegan dvalarkostnað annars foreldris við sjúkrahúsinnlögn barns yngra en 18 ára fjarri heimili. Ef um er að ræða erfiða meðferð við lífshættulegum sjúkdómi er heimilt að slík greiðsla nái til beggja foreldra barns undir 18 ára aldri.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 2000.