Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1447, 131. löggjafarþing 587. mál: almannatryggingar (tannlæknakostnaður aldraðra, öryrkja og barna).
Lög nr. 53 18. maí 2005.

Lög um breytingu á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðast svo:
  2.      Sjúkratryggingar taka eingöngu þátt í greiðslum skv. 1. mgr. vegna tannlæknaþjónustu aldraðra, öryrkja, barna og unglinga yngri en 18 ára og skal ráðherra setja reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga.
  3. 4. mgr. fellur brott.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2005.