Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 399, 136. löggjafarþing 211. mál: virðisaukaskattur (gjaldaaðlögun og uppgjörstímabil).
Lög nr. 157 23. desember 2008.

Lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 4. mgr. 24. gr. laganna bætist nýr málsliður, er verður 2. málsl., svohljóðandi: Sama gildir um fyrirtæki sem selja vöru og þjónustu sem fellur undir 2. mgr. 14. gr. en meiri hluti aðfanga þeirra vegna framleiðslu eða aðvinnslu ber virðisaukaskatt skv. 1. mgr. 14. gr.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins september og október 2008, hinn 5. desember 2008, heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna uppgjörstímabilsins, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. lög nr. 130/2008, um breyting á tollalögum.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2008.