Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1009, 138. löggjafarþing 197. mál: gjaldþrotaskipti o.fl. (frestir til riftunar ráðstafana þrotamanna).
Lög nr. 31 23. apríl 2010.

Lög um breytingu á lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.


1. gr.

     Við XXVII. kafla laganna bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Að því leyti sem í ákvæðum 2. mgr. 131. gr., 2. mgr. 132. gr., 2. mgr. 133. gr., 2. mgr. 134. gr., 2. mgr. 137. gr. og 2. mgr. 138. gr. laganna er kveðið á um tuttugu og fjögurra mánaða frest skal sá frestur vera fjörutíu og átta mánuðir í þeim málum sem höfðuð eru fyrir árslok 2012.
     Jafnframt skal sex mánaða málshöfðunarfrestur í 148. gr. laganna vera tólf mánaða frestur fram til ársloka 2012.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. apríl 2010.