Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1376, 138. löggjafarþing 508. mál: sameining Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands.
Lög nr. 77 25. júní 2010.

Lög um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands.


1. gr.

     Þjóðskrá og Fasteignaskrá Íslands skulu sameinast í eina ríkisstofnun er nefnist Þjóðskrá Íslands.
     Dómsmála- og mannréttindaráðherra fer með framkvæmd laga þessara.

2. gr.

     Þjóðskrá Íslands er ábyrgðaraðili að almannaskráningu og skal fylgja lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal um öryggi gagna, fræðslu og tilkynningarskyldu. Halda skal gagnagrunnum er lúta að almannaskráningu aðskildum frá öðrum skrám ábyrgðaraðila. Þó eru heimilar samkeyrslur til uppfærslna á heimilisföngum. Aðra vinnslu skal tilkynna til Persónuverndar.

3. gr.

     Hlutverk stjórnar skv. 9. gr. laga nr. 6/2001 helst óbreytt. Starfssvið stjórnar nær þó ekki til starfsemi Þjóðskrár Íslands sem fellur undir lög nr. 54/1962 eða annarra laga um starfsemi Þjóðskrár.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2010.
     Við gildistöku laga þessara tekur Þjóðskrá Íslands, sbr. 1. gr., við eignum og skuldbindingum Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands. Sama gildir um ónýttar fjárheimildir eða skuldir beggja aðila í fjárlögum fyrir árið 2010.

5. gr.

     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
  1. Lög um bæjanöfn o.fl., nr. 35/1953, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 3. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  2. Lög um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 18. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  3. Lög um stimpilgjald, nr. 36/1978, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  4. Þinglýsingalög, nr. 39/1978, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: Þjóðskrá Íslands.
  5. Lög um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrár Íslands“ í 2. mgr. 17. gr. og orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 4. mgr. 17. gr. laganna kemur: Þjóðskrár Íslands, og: Þjóðskrá Íslands.
  6. Lög um brunatryggingar, nr. 48/1994, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 1., 2., 4., 7. og 10. mgr. 2. gr. og orðanna „Fasteignaskrár Íslands“ í 6. mgr. 2. gr. og 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands, og: Þjóðskrár Íslands.
  7. Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 2. mgr. 2. gr. og 4. mgr. 4. gr. og orðanna „Fasteignaskrár Íslands“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands, og: Þjóðskrár Íslands.
  8. Skipulags- og byggingarlög, nr. 73/1997, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 2. mgr. 29. gr. og 3. mgr. 35. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  9. Lög um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 1. mgr. 1. gr., 2. mgr. 5. gr., 2. mgr. 6. gr., 1. mgr. 7. gr., 8. gr., 1. og 2. mgr. 11. gr., 1. mgr. 12. gr., 1. mgr. 16. gr., 18. gr., 1. mgr. og 3.–8. mgr. 19. gr., 20. gr., 1. mgr. 21. gr., 2.–4. mgr. 22. gr., 23. gr., 1. mgr. 24. gr., 1.–3. mgr. 29. gr., 1. og 2. mgr. 30. gr., 2. mgr. 31. gr., 32. gr. og 1. og 2. mgr. 32. gr. a laganna kemur: Þjóðskrá Íslands; og í stað orðanna „Fasteignaskrár Íslands“ í 2. mgr. 6. gr., 1. og 2. mgr. 9. gr., 2. mgr. 19. gr. og 1. mgr. 31. gr. og orðsins „Fasteignaskrár“ í 1. mgr. 22. gr. kemur: Þjóðskrár Íslands.
  10. Lög um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  11. Lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í b-lið 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  12. Jarðalög, nr. 81/2004, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í 1. og 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  13. Lög um Bjargráðasjóð, nr. 49/2009: Í stað orðanna „Fasteignaskrá Íslands“ í a-lið 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  14. Lög um tilkynningar aðsetursskipta, nr. 73/1952, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 10. gr., 1. og 2. mgr. 11. gr., 2. mgr. 12. gr., 2. og 3. mgr. 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. og orðsins „Þjóðskrár“ í 5. mgr. 13. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands, og: Þjóðskrár Íslands.
  15. Lög um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum:
    1. Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 1. mgr. 1. gr., 1. mgr. 3. gr., 7. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. 4. gr., 5. gr., 1. mgr. 6. gr., 8. gr., 1. mgr. 9. gr., 1.–5. mgr. 10. gr., 1.–4. mgr. 11. gr., 12. gr., 1. mgr. 14. gr., 1. og 2. mgr. 16. gr., 1. mgr. 18. gr., 1., 2. og 4. mgr. 19. gr. og 1. og 2. mgr. 21. gr. og orðsins „Þjóðskrár“ í 2. mgr. 1. gr., 2. gr., 2.–4. tölul. 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 7. gr., 2. og 4. mgr. 10. gr., 13. gr., 20. gr. og 1. og 2. mgr. 21. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands, og: Þjóðskrár Íslands.
    2. 2. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.
  16. Lög um útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 1. og 6. mgr. 1. gr. og 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  17. Lög um lögheimili, nr. 21/1990, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskráin“ í 6. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 7. gr. og orðanna „þjóðskránni“ og „þjóðskráin“ í 11. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  18. Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 2. mgr. 27. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  19. Lög um mannanöfn, nr. 45/1996, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrár“ í 2. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 18. gr. og orðsins „Þjóðskrá“ í 2. mgr. 3. gr.,17. gr., 2. mgr. 18. gr., 2. tölul. 1. mgr. 22. gr. og 1. mgr. 25. gr. laganna kemur: Þjóðskrár Íslands, og: Þjóðskrá Íslands.
  20. Lög um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 4. og 6. gr. og 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  21. Lög um vegabréf, nr. 136/1998, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 1. og 4. mgr. 2. gr., 1. mgr. 7. gr., 1. og 2. mgr. 8. gr. og 9. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  22. Lög um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 1. mgr. 2. gr., 22. gr., 1. mgr. 24. gr. og 3. mgr. 27. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  23. Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 2. mgr. og 4. tölul. 5. mgr. 28. gr. og orðsins „Þjóðskrár“ í 2. mgr. og fyrirsögn 28. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands, og: Þjóðskrár Íslands.
  24. Barnalög, nr. 76/2003, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 2. og 3. mgr. 7. gr., 2. mgr. 18. gr., 5. mgr. 32. gr. og 6. mgr. 34. gr. og orðsins „þjóðskrá“ í 3. málsl. 1. mgr. 31. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  25. Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrár“ í 3. mgr. 62. gr. laganna kemur: Þjóðskrár Íslands.
  26. Lög um starfsmannaleigur, nr. 139/2005, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  27. Lög um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra, nr. 45/2007: Í stað orðsins „Þjóðskrá“ í 4. mgr. 8. gr. laganna kemur: Þjóðskrá Íslands.
  28. Hjúskaparlög, nr. 31/1993, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrár“ og orðsins „Þjóðskrá“ í 1. mgr. 141. gr. laganna kemur: Þjóðskrár Íslands, og: Þjóðskrá Íslands.


Ákvæði til bráðabirgða.
     Starfsmenn Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands, sem eru í starfi við gildistöku laga þessara, verða starfsmenn Þjóðskrár Íslands með sömu starfskjörum og áður giltu. Um rétt starfsmanna til starfa hjá Þjóðskrá Íslands fer eftir ákvæðum laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2010.