Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1022, 140. löggjafarþing 105. mál: skipulagslög (skilvirkari afgreiðsla aðalskipulags).
Lög nr. 27 29. mars 2012.

Lög um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010.


1. gr.

     Við 4. mgr. 32. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal synja, fresta eða staðfesta aðalskipulag innan sex vikna frá því að tillaga frá Skipulagsstofnun barst ráðuneytinu.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. mars 2012.