Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1387, 141. löggjafarþing 670. mál: tekjuskattur (undanþága frá skatti af vaxtatekjum).
Lög nr. 39 5. apríl 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (afdráttarskattur af vöxtum).


1. gr.

     Á eftir 2. málsl. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ákvæðið gildir ekki heldur um vexti vegna skuldabréfa sem eru gefin út í eigin nafni af fjármálafyrirtækjum skv. 1. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sem og af orkufyrirtækjum sem falla undir lög nr. 50/2005, um skattskyldu orkufyrirtækja. Skilyrði er að skuldabréfin séu skráð hjá verðbréfamiðstöð í aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD), aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og ekki sé um að ræða viðskipti sem falla undir ákvæði 13. gr. b – 13. gr. n laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og taka til vaxta sem greiðast eða eru greiðslukræfir frá og með 15. mars 2013.

Samþykkt á Alþingi 27. mars 2013.