Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 570, 143. löggjafarþing 198. mál: lax- og silungsveiði (ábyrgð félagsmanna í veiðifélögum).
Lög nr. 14 10. febrúar 2014.

Lög um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum (ábyrgð félagsmanna í veiðifélögum).


1. gr.

     Í stað orðanna „sem gilda skulu í a.m.k. átta ár“ í 1. málsl. 2. mgr. 29. gr. laganna kemur: fyrir tilgreindan árafjölda.

2. gr.

     Við 2. mgr. 37. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á fjárskuldbindingum veiðifélags.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
  1. Í stað tilvísunarinnar „1.–4. mgr.“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: 1.–3. mgr.
  2. 2. málsl. 5. mgr. fellur brott.


4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. janúar 2014.